Drekarosin

Subtitle

Draumar og innri sýn ...

Í hugleiðslu og slökun 30 mai 2011 ...

 

Í slökuninni finn ég að skynjun mín breytist, létt þrýstingstilfinning er um höfuð, háls og herðar og einhver fiðringur hið innra. Fljótlega er sem ég sjái eða finni fyrir ástvinum, sem farnir eru.

Finnst mér að föðuramma mín Sigurbjörg birtist mér. Ég sé hana í ljósum kjól með munstri og blárri peysu. Einnig kemur fósturfaðir minn, Hilmar. Var ég frekar undrandi á komu þeirra til mín, því bæði voru þau mikið kirkjufólk og höfðu sterka trú í lifanda lífi. Og ekki fyrir að tala um, eða vita til þess að menn væru að eiga við að ná sambandi við þá sem farnir væru.

Samskipti okkar fara fram hljóðlaust hið innra. Því ekki er talað upphátt, heldur virðist hljómur orðanna berast á milli huga okkar.  

Spyr ég um Ragnar föður minn, því frekar hefði ég átt von á því að hann væri þarna með ömmu, móðir sinni. Var mér sagt að hann kæmi síðar til mín. Hilmar pabbi talaði við mig og sagðist skilja nú hugsýn mína á lífið hinumegin og vissi nú um sviðin og heimana. Hann bað um að vel yrði fylgst með mömmu. Hann hefði haft áhyggjur af henni og vildi að við stæðum þétt um hana, við systkynin. Og biðja fyrir kveðju og láta vita að honum liði vel. Þótti mér mikið vænt um að hafa fengið að hitta hann.

Síðan fer ég að spjalla við ömmu. Hún segist hafa áhyggjur af hve lífsgildi mannanna séu orðin breytt. Og hve mikil sundurlausn sé í lífi þeirra. Sérstaklega hafði hún áhyggjur af unga fólkinu. Að mörg væru sem stefnulaus reköld í lífinu. Þeim vantaði trú og von á lífið og að finna staðfestu sjálfs síns og markmið til að stefna að. Og tók ég undir þessi orð hennar.

Þá spyr ég hana um hvort hún hafi eitthvað að segja um náttúruhamfarir á Íslandi, eldgosinu sé nú lokið í Grímsvötnum og hvort við eigum von á einhverju meira innan tíðar. Ekki vildi hún segja mér annað um það, en að mikil ólga væri og hreyfing undir niðri í landinu. Meir en við kannski áttuðum okkur á. En miklu hafi verið létt af þrýstingi við eldgosið í Grímsvötnum og mætti þakka fyrir það.

Síðan spyr ég hana, hvernig hennar líf sé þarna hinum megin.

Við það fannst mér hún breytast og vera öll yngri í útliti og klædd gulum kyrtli, með belti um síg miðja, sem lá niður með kyrtlinum að framan. Hún sagði að allir hefðu verkefni að vinna að.Ýmist að læra (nema) sjálfum sér til þroska og færni til framtíðar sinnar eða hjálpa öðrum. Hún starfaði sjálf, sem fræðari fyrir börn og ungmenni. Væri að kenna þeim allt um gildi lífssins, eins og t.d. hvað fælist í heilindum, dugsemi, réttlæti, fyrirgefningu, kærleika og hjálpsemi.

Spyr ég hana nú hvað staðurinn heiti þar, sem þau eru. Ekki sagði hún mér það, en sýnir mér í myndlíkingu, líkt og stjörnubeltisþoku, ekkert líka vetrarbrautinni þó. Þetta var eins og fiðrildi í laginu eða talan átta á hlið, ef segja má svo, með ljóshnetti á milli vængjanna.

Öll þessi sýn eða skynjun hef ég munað vel og aðeins verið að skoða betur.

       

Áfram skal haldið... 2   ( 1juni "11) 

 

Ýmislegt áhugavert hef ég nú fundið í vafri mínu um netheimana, sem samstillist tali ömmu minnar og eða skilaboðum, sem felast í hugsýninni um staðinn, sem hún sýndi mér. Í raun á magnaðan máta hvað ég hef fundið, sem passar svo undarlega við hina ýmsu hugarþanka mína og hugleiðingar, sem sótt hafa á mig um alllangan tíma tengdum  alheimskröftunum og lífi okkar hér á jörðinni.

Segja má að ég hafi strax fundið mynd hjá Nasa, sem nánast er eins og ég sá og kallast þetta stjörnusystem, Supernova SN 1987A.

Og fann ég ýmislegt annað áhugvert, því leit mín leiddi mig nánast strax inn á þessa síðu, annarsstaðar um Supernova SN 1987A, ekki sé meira sagt allavega fyrir mig.

Þar sem aukin gæsahúð fór upp hrygginn eftir því sem ég las niður síðuna. Því það er svo ótal, ótal margt, sem þarna er nefnt af því sem ég hef verið að raða saman hjá mér i gegnum hugleiðingar mínar á mörgum sviðum hin síðustu ár.

Stundum er sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni og segja má einnig að hinar ótrúlegustu og ólíkust leiðir séu farnar, sem renna þó að lokum saman (sameinast)

Ferðalag mitt með föðurömmu inn á þessum andlegum sviðum, síðustu daga hafa leitt mig um víðann völl hér á þeim jarðnesku, eins og lesa má um hér að ofan. Og hafa veitt mér mikla samsvörum og uppörvun á hugarþönkum mínum og gott að finna hve margir þarna úti (netheimum) eru með svipaðar hugsanir um lífið og tilveruna. Og eflaust ótrúlega mikil sannleikskorn, sem þar víða leynast, sem vert er að taka betur eftir.

Hanna

(frh og meir síðar )

 

Áfram skal haldið... 3   ( 7júni "11)

Þegar ég fór að skoða mig aðeins um á netheimum eftir fyrrgreinda reynslu mína og þegar ég rifja upp það sem rann um huga minn, er ég las síðuna frá “ the hiddenmeanings.com “ nú og þegar ég fer að taka saman þessi skrif um allt þetta ótrúlega samspil.

Þá langar mig að segja frá því, að á s.l. ári var ég að læra og fékk aukna innsýn í undraverk líkamsstarfseminnar í líffæra -og lífeðlisfræði, sem svo mjög heillandi er. Þá fannst mér sérstaklega áhugavert að læra um heilann, heilastöðvarnar og hlutverk þeirra. t.d. Heilaköngulinn (e. pineal gland, lat.epiphysis) er um 1cm að stærð og hlutverk hans er að mynda og seyta hormóninu melatónín og Heiladingulinn (e. pituitary gland) sem er á stærð við baun og framleiðir hormón fyrir innkirtlakerfið.

Daginn sem ég var að fara í prófið, er ég renna yfir námsgögnin mín í upprifjun og rétt í þann mund, sem ég stend upp frá borðinu og ætla að fara út, þá birtist skyndilega sýn fyrir framan mig af innkirtlakerfinu og röðuðust upp líffærin, sem orkustöðvarnar sjö í líkamanum.

Varð mér svo mikið um þessa sýn, að mér reyndist hálf erfitt að komast í gegnum prófið, því hugur minn leitaði í þessa hugsýn mína og beið ég spennt eftir að komast heim til að leita að einhverri samsvörun á alheimsbókasafninu stóra á netheimum. Og reynist það vera, meira að segja í fornum fræðum, hér er t.d.góður tengill á síðu Wikipedia

Ég hafði áður fengið hugsýn um orkustöðvarnar nokkrum árum áður, í sambandi við lestur í biblíunni. Ég hef aldrei lesið biblíuna í heild, nema stundum hin síðari ár hef ég kannski opnað hana og sett fingur einhversstaðar niður og lesið það, þar sem hann lendir. Svona kannski meira til gamans og þó til einhvers gagns stundum.

 

Dag einn las ég um tjaldbúðir, fortjald og 7 ljósastikur. Skilningur min og skynjun þarna var, að þetta væru orkustöðvarnar 7 og þetta fortjald væri blæjan á milli heima. Og rifjaðist þetta upp fyrir mér nú.

Og svo ég haldi nú áfram hugleiðingum mínum um starfsemi heilaköngulsins og fer að hugleiða inn á melatónín, þá finnst mér einhvern vegin, það gegna enn stærra hlutverki ásamt öðrum hormónaefnum í líkamanum, en við vitum að fullu. Mér finnst jafnvel að í melatónín geymist leyndarmál þess, er stjórnar jafnvægi líkamans, andlega og líkamlega.

Og þá fer ég að hugsa um Yin og Yang og finn strax góða lýsingu á google á þessu forna tákni og merkingu þess tekið af síðu taekwondo á Íslandi. Og eiga útskýringar þess einar vel við það sem ég vildi sagt hafa. Og hér er á ensku af wikipedia;

 „Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar samkvæmt austurasískum trúarbrögðum og heimspekinnar, einkum í taósið. Jang er hið karllega, bjarta, hlýja, kvika, frjóvgandi, miðfælna, útleitandi afl. Jin hið kvenlega, dimma, svala, rólynda, þiggjandi, miðlæga, innleitandi afl. Alheimurinn og allt sem lifir myndast og er til við samleik og víxláhrif jin og jangs.“ og einnig;

Andlegur hluti mannsins er andstæða við líkamlegan hluta mannsins, þar sem andlegt er ósýnilegt og ósnertanlegt en líkaminn er sýnilegur og snertanlegur. Jin er innra sviðið eða mýkri orka; tilfinningar, kærleikur og samúð. Jin er móðurhlutinn, sameinigarorka og hið fóstrandi afl fyrir sköpun og heimilið. Jang er sterkari orka, karlmannshlutinn, og birtist í einhverju kraftmiklu, eitthvað sem upphefur alla krafta. Með jang orku eru menn að sanna sjálfa sig. Jang er sköpunarorka en fjölgar sér ekki. Persónuleikinn er jang, en æðra sjálfið er jin, sem birtist sitt á hvað, en þegar yfir lýkur þá þarf jang að elska það innra, jin. Jang þarf að sleppa tökum og leyfa jin að koma niður með kærleika og samúð.

Jin og jang halda jafnvægi og mynda sameiningu, eru gagnkvæmt útilokandi og háðir hvor öðrum til sköpunar.

 

 

 

Og finnst mér að þarna séum við einnig farin að nálgast inn á svið Yogafræðanna.

En áfram held ég nú vafri mínu um netheimana og finn þá þessa síðu um hugarsvið og sæti sálarinnar og þarna fann ég mikla samsvörun við ýmsa þanka mína.

Vefsíður um þessi efni raðast nú til mín eins og seglar. Þessi virkilega áhugaverða grein, sem ég var að finna rétt í þessu á síðu Heilsuhringssins er síðan 1997 er eftir Ævar Jóhannesson og er um hversu víðtæk áhrif Melatónin virðast vera.

 

Áfram skal haldið... 4  ( 8 juni "11)

 

Því nú í þessum skrifuðum orðum kemur upp orðið fosfór í huga mér og ég fer og ath. það á Google;

“Fosfór (P) 1,0% - Er í mörgum prótínum, öllum kjarnsýrum og ATP (orkumiðli frumunnar), nauðsynlegt byggingarefni tanna og beina.” fengið á doktor.is og um Natrum phosphoricum 

Greinilega mikið nauðsynlegt efni í líkamanum. Hér má lesa meira;

Fengið af siðu Sigrúnar Árnadóttir homopata .

" Fosfór er í lykilhlutverki við að viðhalda sýru / basa jafnvægi í líkamanum ...  Þetta steinefni verndar og styrkir slímhúðina, hvetur önnur næringarefni og hormón í líkamlegu ferli sínum. Fosfór er nauðsynlegt fyrir heilbrigða hvata taugakerfisins, starfsemi tauga og heila, samdrátt hjartavöðva og eðlilega nýrnastarfsemi. 

Einnig nauðsynlegt fyrir nýtingu kolvetna, fitu og próteina fyrir vöxt, endurnýjun og  viðhald á frumum og til framleiðslu orku. Fosfór er hluti af DNA og RNA og þjónar undirbúningi glúkósa til orkumyndunar"

Um fosfór og starfsemi heilakönguls er ekki mikið að finna á íslensku, en hér er á ensku um; “phosphorus and pinales gland”

Þetta raðast einhvern vegin svo allt meira og minna saman og er ég sannfærð nú um að það er einhver sannindi og leiðbeiningar, sem liggja að baki þeirri myndsýn-myndlíkingu, sem hún amma mín sýndi mér.

Og núna áðan þegar ég var að skoða betur hvernig heilaköngullinn lítur út; finn ég og man eftir samsvörun við mynd, sem ég málaði fyrir meir, en áratug síðan þar sem hugur og hönd fengu að flögra um í frjálsum dansi um strigann í litartónum pensilssins og hinar ýmsu myndir og tákn (symbol ) birtust.

Þarna vinstra megin við höfuðið á gyðjunni,( sem er Gaia ) virðist vera að koma í ljós vængjaður stafur, sem er með einhversskonar köngullagaða ásýnd. Var ég svolítið að hugsa um hvað þetta gæti táknað eftir að myndin var máluð. Og nokkru síðar fann ég bók með áþekka mynd, með orðunum pine cone og caduceus og vísa t.d. á læknastaf Hermes.

Og nú sé ég að í netheimum eru ótal margar sambærilegar myndir og skrif af finna, sem gæti tengst þessu, sbr. þennan tengil, sem miklar upplýsingar geymir. ásamt, þessari síðu sem ég var að finna;

 

 

 

Svo mörg voru þau orð. Ekki grunaði mig fyrir nokkrum dögum síðan, að orð Hilmars pabba um sviðin og heimana og orð ömmu og sýn hennar til mín með stjörnubeltisþokuna, myndi leiða mig um svo víðan völl, sem í rauninni hefur orðið.

Það er gott að finna og vita um þennan áhuga og umræður svo ótrúlega margra hér á veraldarvefnum, sem og veita mér samhljóm í hugleiðingar mínar og hugarsýnir. 

Og endurvekur mig til að finna og skoða betur það, sem hugur minn og hjarta hafa legið til um margra ára skeið. Þetta mun hvetja mig til að finna og skipuleggja skrif mín betur í merktar möppur í tölvunni og setja á aðgengilegan og sýnilegri stað. :-)

Þakka ég nú fyrir, mínum andlegu leiðbeinendum á innri og æðri sviðum, að þessi frásögn mín er hér komin á blað :-) Og veitir eða vekur kannski einhvern, einhversstaðar á einhvern hátt til umhugsunar um lífið og tilveruna.

 

Drekarósin 

 

title

Click to add text, images, and other content

Members Area

Recent Blog Entries